Heimilislausnin

119.000 kr.

Tilbúin heimilislausn frá Snjallingi með öllum helstum snjalltækjunum fyrir heimilið. Góð byrjun fyrir snjallheimilið þitt og fyrsta skrefið í að vera snjallastur í götunni þinni!

Category:

Description

Heimilislausnin frá Snjallingi inniheldur allt til að koma þér af stað í snjallheimnum. Pakkinn inniheldur smá af öllu svo að þú getur kynnt þér hvernig hlutirnir virka. Það er auðvelt að stækka hann þegar þú ert búinn að átta þig betur á snjallheiminum.

Heimilislausnin er hagkvæm og heilstæð lausn. Öll snjalltækin koma uppsett (tengd við hússtjórnunarkerfið) og það eina sem þú þarft að gera er að koma tækjunum á sinn stað. Þú tengist síðan Snjallingi stjórnstöðinni í gegnum vefvafra eða Home Assistant appinu sem er aðgengilegt fyrir bæði Android og Apple stýrikerfi. Við setjum upp fasta vefslóð fyrir þig (t.d.mingata.snjallingur.is) og þannig getur þú tengst snjallheimilinu þínu hvaðan sem er í heiminum.

Pakkinn inniheldur:

  • Snjallingur stjórnstöð. Stjórnstöðin er með Home Assistant hússtjórnunarkerfinu.
  • Zigbee stjórntæki fyrir öll Zigbee snjalltækin þín. Stuðningur fyrir nánast hvaða snjalltæki sem gengur fyrir Zigbee samskiptamáta.
  • 2x Zigbee hreyfiskynjari
  • 2x Zigbee hurða- og gluggaskynjari
  • 2x Zigbee hita- og rakamælir
  • 2x Zigbee reykskynjari
  • 2x Zigbee 230V innstungur
  • 4x Zigbee ljósaperur (E27,E14 eða GU10) í verðflokki 1 (IKEA Tradfri eða sambærilegt).

Það fylgja ítarlegar uppsetningarleiðbeiningar. Snjallingur býður líka upp á uppsetningu á þjónustusvæðinu sínu.

Additional information

Framleiðandi