Sale!

Snjallingur stjórnstöð 3. kynslóð

38.900 kr.54.900 kr.

Kynnum þriðja kynslóð af Snjallingi stjórnstöð.  Stjórnstöðin er aðlöguð fyrir íslenskan markað og kemur tilbúin til notkunar. Þú einfaldlega stingur í samband og getur byrjað að snjallvæða heimili þitt með Home Assistant hússtjórnunarkerfinu. Stjórnstöðin er fáanleg í mismunandi útgáfum og þannig getur þú byrjað með tiltölulega litlum kostnaði og það er auðvelt að stækka og uppfæra.

Home Assistant er stærsta og vinsælasta hússtjórnunarkerfið í dag.  Við erum búin að sníða hússtjórnunarkerfið til að auðvelda notkunina. Við setjum einnig upp örugga tengingu fyrir þig (fyrsta árið er frítt)  svo  að þú  getir stýrt að heiman  og fylgst með heimilinu hvaðan og hvenær sem er í heiminum. Stjórnstöðin kemur uppsett með viðbótum sem gerir snjallvæðingu skemmtilegri en ella.

Description

Kynnum þriðja kynslóð af Snjallingi stjórnstöð.  Stjórnstöðin er aðlöguð fyrir íslenskan markað og kemur tilbúin til notkunar. Þú einfaldlega stingur hana í samband og getur byrjað að snjallvæða heimili þitt með Home Assistant hússtjórnunarkerfinu. Stjórnstöðin er fáanleg í mismunandi útgáfum og þannig getur þú byrjað með tiltölulega litlum kostnaði. Það er auðvelt að stækka og uppfæra.

Home Assistant er stærsta og vinsælasta hússtjórnunarkerfið í dag.  Við erum búin að sníða hússtjórnunarkerfið til að auðvelda notkunina. Við setjum einnig upp örugga tengingu fyrir þig (fyrsta árið er frítt)  svo  að þú  getir stýrt að heiman  og fylgst með heimilinu hvaðan og hvenær sem er í heiminum. Stjórnstöðin kemur uppsett með viðbótum sem gerir snjallvæðingu skemmtilegri en ella.

Snjallingur stjórnstöðin er knúin af Odroid-M1 smátölvu með fjórum 2 GHz 64 bita örgjörvum og 4GB eða 8GB af vinnsluminni. Stjórnstöðin keyrir á Debian12 stýrikerfi sem er sett á eMMC minniskort sem gefur meira sveigjanleika fyrir geymslupláss ef á að geyma myndbandsupptökur oþh. Kassinn utan um smátölvuna er 3D prentaður og afbrigði af kassanum frá Thinguniverse.

Snjallingur stjórnstöðin er með innbyggt Zigbee stjórntæki frá Dresden Elektronik (valkvætt) eða með utanáliggjandi USB dongle fyrir bæði Zigbee og Matter. Með Zigbee tækni stjórnar þú ljósum og öðrum snjalltækjum sem ganga fyrir Zigbee samskiptatækni. Kerfið getur tekist á við hvaða snjallverkefni sem er,  ljósa-, aðgangs- eða hitastýringu, orkueftirliti  eða myndavélagreiningu. Þú getur einnig raddstýrt tækjunum í gegnum Google Assistant, Alexu eða Siri.

Stöðin tengist netinu í gegnum LAN snúru eða í gegnum WiFi (þarfnast sér dongle).

Leiðbeiningar

Additional information

Samskiptatækni

,

Spennufæðing

Vinnsluminni

2GB, 4GB, 8GB

Diskastærð (geymslupláss)

128GB, 32GB

Reviews

There are no reviews yet.

Only logged in customers who have purchased this product may leave a review.