Sumarbústaðalausnin

99.900 kr.

Tilsniðið snjalllausn frá Snjallingi fyrir sumarbústaðaeigendur eða fólk með íbúð í útlöndum. Góð byrjunarpakki sem auðvelt er að stækka.

Nánari lýsing er hér fyrir neðan.

Vertu snjöllust/snjallastur í sumarbústaðahverfinu þínu!

Category:

Description

Sumarbústaðalausnin frá Snjallingi er sniðin að þörfum sumarbústaðaeigenda eða þeim sem eiga íbúð í útlöndum. Með sumarbústaðalausninni getur þú einfaldlega vaktað og stjórnað sumarbústaðnum hvaðan sem er í heiminum.

Inniheldur allt til að koma þér af stað í snjallheimnum. Pakkinn inniheldur smá af öllu svo að þú getir kynnt þér hvernig hlutirnir virka. Það er auðvelt að stækka hann þegar þú ert búinn að átta þig betur á snjallheiminum.

Sumarbústaðalausnin er hagkvæm og heilstæð lausn. Öll snjalltækin koma uppsett (tengd við hússtjórnunarkerfið) og það eina sem þú þarft að gera er að koma tækjunum á sinn stað. Þú tengist síðan Snjallingi stjórnstöðinni í gegnum vefvafra eða Home Assistant appið sem er aðgengilegt fyrir bæði Android og Apple stýrikerfi. Við setjum upp fasta vefslóð fyrir þig (t.d.minnbustadur.snjallingur.is) og þannig getur þú tengst sumarbústaðnum þínum hvaðan sem er í heiminum. Stjórnstöðin tekur allt upp sem gerist í bústaðnum og þú getur flett upp í upptökunum aftur í tímann.

Snjallingur býður einnig upp á afritunarmöguleika fyrir myndbandsupptökurnar eða vöktunarþjónustu svo að þú getir verið viss um að stjórnstöðin er alltaf í sambandi (þjónustan er seld sér).

Lausnin samanstendur af:

  • Snjallingur stjórnstöð. Aðgangur að sumarbústaðnum í gegnum Home Assistant hússtjórnunarkerfinu appið.
  • Zigbee stjórntæki fyrir öll Zigbee snjalltækin þín. Stuðningur fyrir nánast hvaða snjalltæki sem gengur fyrir Zigbee samskiptamáta.
  • 2x hreyfiskynjari
  • 2x hurða- og gluggaskynjari
  • 1x hita- og rakamælir
  • 1x reykskynjari
  • 1x Vefmyndavél (WiFi eða PoE) með hreyfiskynjara

Allur snjallur aukabúnaður (WiFi rofar, ljósdeyfir, ofnastillir, vefmyndavél) er selt með 10% afslætti með þessari lausn.

Það fylgja ítarlegar uppsetningarleiðbeiningar. Snjallingur býður líka upp á uppsetningu á þjónustusvæðinu sínu.

Additional information

Framleiðandi

You may also like…